Verðlaunaafhending í Einnar mínútu keppni

IMG_0834-(2)

Verðlaunaafhending í Einnar mínútu myndakeppni RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram á Loft Hostel í gær kl. 16. Sigurvegari keppninnar var tilkynntur og hlaut viðurkenningu auk þess sem valdar myndir úr keppninni voru frumsýndar við góðar undirtektir.

IMG_0880-(2) 

Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir bar sigur úr býtum með myndina „1“. Umsögn dómnefndar var á þessa leið: „Myndin er faglega gerð, mjög fallega einfaldlega skotin. Í „1“ er hið knappa form örmyndarinnar notað á áhrifaríkan hátt í hábeittri og húmorískri samfélagsádeilu um unga konu sem skapar sér sess í veldi feðranna. Myndin er ádeila á hlutverk og stöðu kvenna í karllægum heimi og fær áhorfandann til að horfast í augu við eigin tepruskap gagnvart kvenmannslíkamann“.

 SigurmyndEinnarMinutuKeppniRIFF

Þema Einnar mínútu myndakeppninnar í ár var BARÁTTA, með áherslu á umhverfismál og kvenréttindi. Verðlaunaathöfnin hófst á ræðum ýmist um þemað og einnar mínútu myndir. Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, opnaði athöfnina á að fjalla um umhverfisvernd. Að frumsýningu lokinni steig Dj. Flugvél og geimskip á svið og spilaði fyrir gesti. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir var kynnir athafnarinnar og afhenti verðlaunin ásamt Fríðu Rós Valdimarsdóttur fyrir hönd RIFF.

 

Myndirnar verða sýndar út RIFF-hátíðina á Loft Hostel kl. 17. Höfundar völdu myndana eru: Arndís Lea Ásbjörnsdóttir og Kara Dís Gilbertsdóttir, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, Claire Paugam, Daníel Bjarnason, Daníel Perez Eðvarðsson, Eyþór Jóvinsson, Gunnhildur Helga Katrínardóttir, Hanna Sólbjört Ólafsdóttir, Jakub Paczek, Jieva Grigelionyte, Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir, Karen Rós Brynjarsdóttir og Þórunn Inga Ólafsdóttir, Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir, Knútur H. Ólafsson, Orri Hjörvarsson, Sigurður Þór Óskarsson og Oddur Júlíusson, Tatiana Calasans, Unnur Björnsdóttir og Ynja Mist Aradóttir.

IMG_0885-(2)