Viðburðaríkur dagur

03-10-06 11:06
Í dag fara fram tvö mjög áhugaverð málþing, „Ég og kvikmyndir“ með Vijaya Mulay, og málþing um fangabúðirnar á Guantanamo.15:00-16:30 – Háskóli Íslands, Askja N132
Ég og kvikmyndir – Vijaya MulayVijaya Mulay leikstýrði sinni fyrstu mynd 46 ára gömul, þegar kvenleikstjórar þekktust varla á Indlandi og engar þeirra leikstýrðu heimildar- eða barnamyndum. Kvikmyndagerð hennar hefur allt frá upphafi verið af samfélagslegum toga og hún litið fyrst og fremst á sig sem þátttakanda í þróunarstarfi í þriðja heiminum. Hún mun sýna myndir og myndbrot úr eigin verkum samhliða því sem hún ræðir reynslu sína af kvikmyndagerð. Mulay hefur hlotið fjölda verðlauna á löngum ferli sínum, bæði fyrir kvikmyndagerð sína og framlag til menntamála. Aðgangur er ókeypis.

18:00 – Iðnó
Málþing/Pallborðsumræður um fangabúðirnar á Guantanamo

Í samvinnu við Amnesty International á Íslandi boðar Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík til málþings um fangabúðirnar á Guantanamo-eyju og kvikmynd Michael Winterbottoms Leiðin til Guantanamo. Myndin lýsir dvöl þremenninganna Shafiq Rasul, Asif Iqbal og Rhuhel Ahmed sem máttu dúsa þar, saklausir, við skelfilegar aðstæður í tvö ár en tveir þremenninganna eru gestir hátíðarinnar og Amnesty. Þeir munu lýsa reynslu sinni og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International, og Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerðarmanni. Pallborðsumræðurnar verða haldnar í Iðnó klukkan 18:00 og að því loknu verður Leiðin til Guantanamo sýnd í Tjarnarbíói kl. 20:00 þar sem Iqbal og Ahmed munu svara spurningum að lokinni sýningu myndarinnar.

Tjarnarbíó
14:00 Harabati hótelið
15:45 Bless Falkenberg
18:00 Grbavica
20:10 Leiðin til Guantanamo
22:15 Rauður vegur

Háskólabíó
17:45 Sápa
18:00 Vort daglegt brauð
18:00 Ótakmarkað
20:00 Með dauðann á hendi
20:00 Fjórar mínútur
20:00 Hreinn, rakaður
20:00 Fallandi
22:00 Sumarhöllin
22:00 Ótakmarkað
22:00 Norðurkjálkinn
22:30 Leynilíf orðanna

Iðnó
14:00 Sakleysi
16:00 Brosað á stríðssvæði
18:00 Málþing um fangabúðirnar á Guantanamo
20:00 Stúlkan er mín
22:00 Eins og Rollingarnir