Vika til stefnu!

Það styttist í að lokað verði fyrir innsendingar mynda fyrir RIFF 2017! Þó er enn rúm vika til stefnu en umsóknarfresturinn rennur út þann 22. júlí næstkomandi. Við tökum á móti leiknum myndum í fullri lengd, heimildamyndum, stuttmyndum og stuttum heimildamyndum og hvetjum alla til að senda inn myndir. Myndirnar þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 2016 og mega ekki hafa verið sýndar opinberlega á Íslandi áður.

Frekari upplýsingar um þátttökuskilyrði.

Hér er hægt að senda inn mynd.