Vitranir fullskipaðar!

15-09-06 10:39
Keppnisflokkurinn Vitranir er nú fullskipaður. Alls munu fjórtán myndir bítast um titilinn „uppgötvun ársins“. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn laugardaginn 7. október.Myndirnar fjórtán eiga það sammerkt að vera annaðhvort fyrsta eða annað verk leikstjórans. Myndalistinn hljóðar svo:

12:08 East of Bucharest e. Corneliu Porumboiu, Rúmenía.
Euphoria e. Ivan Vyrypayev, Rússland.
Falkenberg Farewell e. Jesper Gastlandt, Svíþjóð.
Four Minutes e. Chris Kraus, Þýskaland.
Fresh Air e. Agnes Kocsis, Ungverjaland.
Glue e. Alexis Dosantos, Argentína.
Grbavica e. Jasmila Zbanic, Bosnía-Hersegóvenía.
Hotel Harabati e. Brice Cauvin, Frakkland.
In Between Days e. So Yong Kim, Bandaríkin/Kanada/S-Kórea.
Red Road e. Andrea Arnold, Bretland.
Sherrybaby e. Lauriel Collyer, Bandaríkin.
Shortbus e. John Cameron Mitchell, Bandaríkin.
Taxidermia e. György Pálfi, Ungverjaland.
Winter Journey e. Hans Steinbichler, Þýskaland.

Eins og sjá má er breiddin umtalsverð: myndirnar koma frá fjórum heimsálfum, eru eftir konur og karla, sumar hafa nú þegar sópað til sín verðlaunum en aðrar eru að stíga fyrstu skrefin á ferð sinni um heiminn. Þótt fjölbreytnin sé sannarlega mikil má segja að myndinar eigi sameiginleg nýstárleg og ögrandi efnistök.

Sérstök athygli er vakin á því að kvikmyndin Fjórar mínútur e. Chris Kraus er Evrópufrumsýnd á hátíðinni.

Það er hinn virti dagskrárstjóri Dimitri Eipides sem hefur haft veg og vanda að því að velja saman Vitranir ársins.

Dagskrárbæklingi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík verður dreift á öll heimili 23. september. Þar verður að finna nákvæmar upplýsingar um allar myndir og viðburði hátíðarinnar.