Young Nordic Talents

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, kynnir norrænt kvikmyndaverkefni fyrir ungt fólk. Umsóknarfrestur til 25. júlí.

Hefur þú brennandi áhuga á kvikmyndum? Ertu kvikmyndagerðarmaður, framleiðandi eða kvikmyndagagnrýnandi og ert undir 26 ára aldri? Hefur þú áhuga á að taka þátt í norrænu samstarfsverkefni á Íslandi sem fer fram dagana 21. til 27. september 2015?

Er svarið já við öllu? Taktu þá þátt í kvikmyndasmiðjunni Young Nordic Talents sem fer fram á kvikmyndahátíðinni RIFF í haust!

Þátttakendur vinna að kvikmyndaverkefni með ungu hæfileikafólki frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Íslandi og Noregi. Smiðjan er byggð upp af vinnustofum og fyrirlestrum um kvikmyndagerð og kvikmyndagagnrýni. Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að kynnast íslenskum og alþjóðlegum kvikmyndabransa á kvikmyndahátíðinni RIFF sem og vinna að sjálfstæðu kvikmyndaverkefni með ungu fólki með sömu ástríðu, og þú.

Markmið Young Nordic Talents er að ungt hæfileikafólk kynni verkefnin sín á RIFF sem og í heimalöndum sínum. Kvikmyndagagnrýnendur fá tækifæri til þess að verðlauna bestu norrænu kvikmyndina á RIFF.

Skráningargjald er 100 Evrur fyrir kvikmyndasmiðjuna. Innifalið í gjaldinu er ferðakostnaður (fyrir þá sem eru búsettir erlendis), matur, gisting og skráning á RIFF-hátíðina yfir tíma verkefnisins. Bent er á að þátttakendur fá tækjabúnað til notkunar.

TIL AÐ SÆKJA UM

Þú verður að vera undir 26 ára aldri og vera ríkisborgari í landi sem tekur þátt í verkefninu. Hafðu samband við Hilke fyrir frekari upplýsingar og skráningu: youngtalents@riff.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júlí. Young Nordic Talents er verkefni styrkt af NORDBUK og framleitt í samstarfi við Reykjavík International Film Festival. Allar frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðu: here.