Dagskrá RIFF verður kynnt með pompi og prakt mánudaginn 17. september klukkan 13:15 á Hlemmur square hotel enda um sérstaklega veglega dagskrá að ræða á 15 ára afmæli hátíðarinnar.

Margar myndirnar koma glóðvolgar frá vor- og hausthátíðunum í Cannes, Toronto og Feneyjum. Opnunarmynd hátíðarinnar verður Donbass eftir Sergei Loznitsa sem sigraði í flokknum Un Certain Regard í Cannes í vor.

Fjöldi áhugaverðra heimildarmynda verða á hátíðinni sem fjalla um mikilvæg umræðuefni eins og loftlagsmál, flóttamannavandann og fleira.

Boðið verður upp á köku og kruðerí fyrir þá sem mæta klukkan 13:15 á mánudaginn  17. september á Hlemmur square hotel, þetta boð er fyrir sælkera, köku- og kvikmyndaóða karla og konur.