Sjáandinn og hið óséða sýnd

Mánudaginn 30. september verða margar áhugaverðar heimildarmyndir sýndar á vegum RIFF. Meðal annars Sjáandinn og hið óséða, Guðirnir í Molenbeek, Ferðalangur að nóttu, Veröld sem var, Óleyst mál Hammarskjölds og Lögmaðurinn.

Sjáandinn og hið óséða (The Seer and the Unseen) er nýstárleg umhverfisheimildarmynd sem segir sögu Ragnhildar, íslenskrar ömmu og sjáanda sem talar fyrir hönd berskjaldaðrar náttúru. Sagan er sögð út frá hennar sjónarhorni og ferðalag hennar verður að allegóríu fyrir samband mannsins við náttúru og framþróun í skugga alheimsfjármálakreppu.

Myndin er sýnd á mánudagskvöldið klukkan 23:00 í Bíó Paradís. Myndin verður sýnd aftur þann 5. október í Bíó Paradís klukkan 15:00 og eftir sýninguna verður leikstjórinn, Sara Dosa, til viðtals.