Austurríki í brennidepli í ár

Austurríki er í brennidepli í ár. Við sýnum frábært úrval fjölbreyttra mynda sem spanna vítt svið.

Austurríski fókusinn á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík þetta árið er kærkomið tækifæri til að sýna fram á að myndirnar okkar eru af öllum stærðum og gerðum. Dramamyndir og heimildarmyndir, greinamyndir, esseyjur og gamanmyndir, sumar lauma inn beiskleika, aðrar eru efnilegar költ-myndir. Það sem meira er, þá tel ég að töluvert margar þeirra teljist vera rétta myndin á réttum tíma – og ég vil ekki að þetta sé misskilið sem enn annar úr sér genginn frasi, eða lágkúruleg tilraun til að fanga athygli ykkar. Meirihluti þess innihaldsríka úrvals af austurrískum myndum sem RIFF sýnir er sannarlega að reyna að lokka ykkur út fyrir þægindarammann, að reyna að koma ykkur á óvart og bjóða ykkur birginn. Í öllu falli, búið ykkur undir að leggja höfuðið í bleyti.

Ég vona að ykkur gefist tækifæri til að sjá eitthverjar af myndum okkar, finna fyrir innblæstri og samsinnast því að sumir þessara kvikmyndagerðarmanna hittu naglann á höfðið, eða með öðrum orðum: gerðu réttu myndina á réttum tíma.

 

Martin Schweighofer

Executive director of

AFC Austrian Films

 

Þriðjudaginn 1. október kl. 19:00 verða léttar veitingar í boði austurríska sendiráðsins í Bíó Paradís.

 

EARTH

Jörð

Erde

AUT

Nikolaus Geyrhalter

115 min.

2019

Á hverju ári eru milljarðar tonna af jarðvegi færðar úr stað með skóflum, skurðgröfum eða dýnamíti. Nikolaus Geyrhalter skoðar fólk í námum, grjótnámum og á stórum byggingasvæðum sem erfiðar stöðugt við að slá eign sinni á jörðina. Þið hafið heyrt af loftslagbreytingum en þessi heimildarmynd fjallar um landslagsbreytingar af manna völdum.

 

LITTLE JOE

Jói litli

AUT, SYR, LBN, QAT

Jessica Hausner

105 min.

2019

 

Alice er einstæð móðir og ákafur plönturæktandi hjá stofnun sem sérhæfir sig í þróun nýrra tegunda. Hún hefur ræktað fagurrautt blóm sem er merkilegt fyrir þær sakir að það hefur lækningamátt: við rétt hitastig, rétta næringu og samtal færir blómið eiganda sínum hamingju. Þvert á reglur stofnunarinnar tekur Alice blómið með sér heim og færir unglingssyni sínum að gjöf. Þau gefa því nafnið ,,Jói litli” en þegar það tekur að stækka vaxa grunsemdir Alice um að sköpunarverk hennar sé kannski ekki eins saklaust og ætla mætti. Emily Beecham hlaut verðlaun sem besta leikkonan á Cannes 2019.

 

NOBADI

AUT

Karl Markovics

89 min.

2019

 

Önugur gamall maður (Senft), dauður hundur og flóttamaður frá Afganistan (Adib) sem grefur holu fyrir gamla manninn fyrir fjórar evrur á tímann. Hér er sögð saga af tveimur manneskjum sem eiga ekkert sameiginlegt en líf þeirra skarast í nokkra klukkutíma. Senft kemur að Adib meðvitundarlausum á næstu stætóstoppistöð og neyðist til að koma unga manninum til hjálpar.

 

DIE KINDER DER TOTEN

The children of the dead

Börn hinna dauðu

AUT

Kelly Copper, Pavol Liška

90 min.

2019

 

Hin mikilsvirta skáldsaga ,,Die Kinder der Toten” eftir nóbelsverðlaunaskáldið Elfriede Jelinek, sem var mikilvægasta verk hennar að eigin sögn, er hér notuð sem sniðmát fyrir frjálsa kvikmyndaaðlögun sem er framleidd á upprunalegum stað nálægt æskuslóðum skáldsins. Mynd frá efri Styríu, sem er tekin á SUPER 8 (8 mm) filmu, breytist smám saman í upprisu ,,ódauðlegra” drauga. Kvikmyndagagnrýnendur í Berlín veittu myndinni FIPRESCI verðlaunin.

 

CHAOS

Glundroði

AUT, SYR, LBN, QAT

Sara Fattahl

100 min.

2018

 

GLUNDROÐI segir frá þremur konum í þremur ólíkum löndum. Ein býr í Damaskus, hún hefur skorið á öll mannleg samskipti og einangrar sig í íbúðinni sinni. Önnur hefur yfirgefið Damaskus vegna stríðsins og farið til Svíþjóðar, þar sem hún sekkur sér ofan í málverk sín í von um að losa sig undan áföllum fortíðar. Sú þriðja endar í Vín, þar sem framtíð hennar er óviss. Saga af þremur sýrlenskum konum sem er sundrað af því sem sameinar þær – óttanum og áföllunum.

 

MOVEMENTS OF A NEARBY MOUNTAIN

Bewegungen eines nahen Bergs

Hreyfingar nálægs fjalls

AUT, FRA

Sebastian Brameshuber

85 min.

2019

 

Á afskekktu og yfirgefnu iðnaðarsvæði nálægt aldargömlum málmgrýtisnámum í austurrísku ölpunum er sjálflærður bifvélavirki sem vinnur við að flytja notaða bíla til heimalands síns Nígeríu. Hann leggur stund á hversdagslega og einmanalega iðju sína af aðdáunarverðu æðruleysi en svo byrjar fortíð, nútíð og framtíð að skarast.

 

SPACE DOGS

Geimhundar

AUT, DEU

Elsa Kremser, Levin Peter

91 min.

2019

Flækingshundurinn Laika er fyrsta lífveran sem var send út í geim og þar með í vísan dauðann. Þjóðsagan segir að hún hafi snúið aftur til jarðar sem draugur og ráfi um stræti Moskvuborgar. Í myndinni eru spor hennar rakin út frá sjónarhorni hundsins og afkomendum hennar fylgt eftir: tveimur flækingshundum sem búa í Moskvu samtímans. Frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni.