Austurrískir dagar hjá RIFF

Austurríki hefur sótt inná alþjóðlega kvikmyndasviðið af krafti undanfarin ár. Michael Haneke er líklega frægastur þeirra en hann hefur unnið aðalverðlaunin á Cannes hátíðinni nokkrum sinnum og landað Óskarsverðlaununum. En utan hans hafa undanfarið komið gríðarlega kraftmiklir austurrískir leikstjórar.

Á þriðjudegi, þann 1. október, munum við sýna eftirfarandi austurrískar myndir: Chaos klukkan 16:45, Earth klukkan 17:00, Movements of a nearby Mountain klukkan 19:15, Space Dogs klukkan 21:15, Die Kinder der Toten klukkan 21:20 og Nobadi klukkan 23:15, allt í Bíó Paradís.

Sama dag klukkan 18:30 verður móttaka í Bíó Paradís í boði austurríska sendiráðsins.

Sannkallaður austurrískur bíódagur.

Fremstur þessara austurrísku leikstjóra er líklega Karl Markovics sem varð fyrst þekktur á heimssviðinu fyrir leik sinn í Óskarsverðlaunamyndinni Die Fälscher frá árinu 2007. Hann hefur fært sig yfir í leikstjórnina og þriðja mynd hans Nobodi hefur vakið mikla athygli og verður sýnd á RIFF en hún var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto.

Little Joe eftir Jessicu Hausner, en Hausner er hugsanlega fremri Karl Markovics, verður einnig sýnd á hátíðinni en hún vann til verðlauna á Cannes hátíðinni í vor. Hausner hefur verið reglulegur gestur á Cannes kvikmyndahátíðinni frá því að hún gerði sína fyrstu bíómynd aðeins 29 ára gömul og mætti auk þess á RIFF hátíðina fyrir nokkrum árum.

Fleiri austurrískir leikstjórar munu sýna myndir sínar á hátíðinni eins og til dæmis leikstjórinn Sara Fattahi, sem kom til Austurríkis sem flóttamaður úr sýrlenska borgarastríðinu en starfar nú sem leikstjóri í Vín. Bíómyndin hennar Chaos var nýlega frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno og verður sýnd á RIFF í ár. Myndin fjallar um þrjár sýrlenskar konur, ein þeirra býr í Damaskus í Sýrlandi, önnur er flúin til Svíþjóðar og sú þriðja flúin til Austurríkis.

Stikla (treiler) fyrir myndina Chaos eftir Söru Fattahi

https://vimeo.com/283296580

Þá verður myndin Die Kinder der Toten, eftir Kelly Copper og Pavol Liska sýnd, Earth eftir Nikolaus Geyrhalter, Movements of a nearby Mountain eftir Sebastian Brameshuber og Space Dogs eftir Elsa Kremser. Allt austurrískir leikstjórar sem hafa verið að vekja athygli á heimssviðinu í dag.