BRANSADAGAR riff 2024
Bransadagar (e. Industry days) RIFF 2024 fara fram dagana 2. til 6. október.
Þar gefst fagfólki í kvikmyndagerð einstakt tækifæri til að koma saman, taka þátt í skapandi vinnu og þróa nýjar hugmyndir. Hlutverk bransadaga er meðal annars að varpa ljósi á þann magnaða árangur sem íslensk kvikmyndagerð hefur náð, tengja saman fagfólk frá öllum heimshornum og deila hugmyndum og hugverkum.
Markmið Bransadaga
- Að tengja saman fagfólk og efla alþjóðlegt samstarf.
- Vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri kvikmyndagerð.
- Að skapa vettvang til að deila hugmyndum og stuðla að nýsköpun í kvikmyndagerð.
Viðburðir
- Fyrirlestrar: Á hverju ári koma nýir fyrirlesarar og sérfræðingar til Bransadaga til að miðla þekkingu sinni. Áður hafa virtir leikstjórar eins og Werner Herzog og Darren Aronofsky tekið þátt.
- Meistaraspjall: Ítarlegar vinnustofur þar sem þátttakendur fá tækifæri til að læra af reyndu fagfólki.
- Málstofur og skapandi samtöl: Opin samtöl um þróun og framtíð kvikmyndagerðar, bæði á Íslandi og á heimsvísu.
- Bransapartý og tengslaviðburðir: Tækifæri til að hitta og tengjast öðrum í greininni, skapa dýrmæt tengsl og möguleika á samstarfi.
Staðsetning
Bransadagar fara fram á ýmsum stöðum um borgina, þar á meðal Háskólabíó, sem er miðstöð RIFF, og Norræna húsinu. Þessar staðsetningar skapa einstaka umgjörð og tryggja að þátttakendur fái sem mest út úr Bransadögum.
Skráning og frekari upplýsingar
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar á næstu vikum. Fylgist með hér og á samfélagsmiðlum RIFF.
Fjöldi virtra gesta hefur sótt Bransadaga RIFF undanfarin ár, þar á meðal Milos Forman, Jim Jarmusch og Mads Mikkelsen. Þessir heiðursgestir hafa lagt sitt af mörkum til að byggja upp orðspor hátíðarinnar sem lykilhátíðar fyrir frumlegar og framsæknar kvikmyndir.
Við hlökkum til að sjá ykkur á Bransadögum RIFF 2024!
Ung-norræna hugveitan
Við kynnum með stolti Ung-norrænu hugveituna [e. Young Voices Nordic Think Tank] sem haldin verður í fyrsta skipti í ár. Við bjóðum norrænum þátttakendum á aldrinum 18-25 ára, að Færeyingum og Grænlendingum meðtöldum, að taka þátt í öflugri eins dags málstofu undir handleiðslu sérfræðinga, þar sem markmiðið er að endurhugsa og móta sjálfbærari kvikmyndaiðnað.
Markmiðið er að mynda öflugan og öruggan samráðsvettvang þar sem raddir framtíðarleiðtoga í kvikmyndaiðnaði fá að heyrast og eflast. Á þessum umræðuvettvangi gefst þátttakendum kostur á að beita sér fyrir betri framtíð með markvissum hætti, þar sem markmiðið er að breyta landslagi iðnaðarins til að mæta betur þörfum og væntingum ungs fólks. Innan Ung-norrænu hugveitunnar býðst frjór jarðvegur fyrir nýstárlegar, ferskar hugmyndir og nýjar lausnir sem eru greininni bráðnauðsynlegur vaxtarsproti í síbreytilegum heimi.
Þetta verkefni, sem fjármagnað er af Norræna menningarsjóðnum [e. Nordic Culture Fund], er í takti við sjálfbærnistefnu RIFF sem unnin er með hliðsjón af Heimsmarkmiðum SÞ. Hugveitan eflir ungar raddir til áhrifa og hvetur ungmenni til lýðræðislegrar virkni. Með beinni þátttöku norrænna ungmenna skapast dýrmæt tækifæri til að styðja við sjálfbærari framtíð innan kvikmyndageirans.
Áhugasamir um verkefnið hafi samband við verkefnastjóra UngRIFF, í skolar (hja) riff.is
PLUS ACCREDITATION
All Screenings
Opening ceremony
Closing ceremony
Panels
Masterclasses
RIFF Talks
Work in Progress
IMPACT panels
Short Puffin Corner
FULL ACCREDITATION
All Screenings
Opening ceremony
Closing ceremony
Panels
Masterclasses
RIFF Talks
Work in Progress
IMPACT panels
BASIC ACCREDITATION
Opening ceremony
Closing ceremony
Panels
Masterclasses
RIFF Talks
FILM STUDENT ACCREDITATION
All Screenings
Opening ceremony
Closing ceremony
Panels
Masterclasses
RIFF Talks
IMPACT panels
Short Puffin Corner
Please not that special events are not included in any of the accreditation or pass packages.