Cardin tískuhúsið frumsýnt

Milljónir þekkja vörumerkið fræga en fáir vita hver maðurinn er sem býr að baki hinu gríðarlega þekkta tískufatamerki. Við leitum svara við spurningunni: Hver er sagan að baki goðsögninni? Hér fáum við að gægjast inn í huga snillingsins í heimildarmynd sem greinir frá lífi og hönnun Cardins. Cardin er sannur frumkvöðull og hefur gefið leikstjórunum einkaaðgang að safni sínu og veldi og lofar fordæmalausum viðtölum við lok síns glæsta ferils.

Myndin er sýnd sunnudaginn 29.09 í Bíó Paradís klukkan 19:00. Eftir myndina verða báðir leikstjórarnir, P. David Ebersole og Todd Hughes, á staðnum til að svara spurningum áhorfenda. Umræðunum stýrir Sigríður Pétursdóttir.

Hún er sýnd á nýjan leik 01.10 í Bíó Paradís klukkan 17:00 og aftur verður boðið upp á spjall við leikstjóra myndarinnar.

Að lokum verður hún sýnd 06.10 í Bíó Paradís klukkan 15:30.