Dómnefndir

UPPGÖTVUN ÁRSINS: GYLLTI LUNDINN
Myndirnar þrettán í keppnisflokknum Vitranir eru allar fyrsta eða annað verk leikstjóra. Ein verður útnefnd Uppgötvun ársins og hlýtur að launum aðalverðlaun RIFF, Gyllta Lundann.

DÓMNEFND:

Auður Ava Ólafsdóttir
Auður Ava er rithöfundur og listfræðingur. Síðasta skáldsaga Auðar Övu, Ör, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016.

Mark Rabinowitz
Mark Rabinowitz er einn stofnenda Indiewire.

Sol Bondy
Sol Bondy er margverðlaunaður framleiðandi búsettur í Berlín.

ÖNNUR FRAMTÍÐ
Verðlaun verða veitt einni mynd í flokknum Önnur framtíð á RIFF 2017. Verðlaunin eru veitt í sjöunda sinn.

DÓMNEFND:

Jason Gorber
Jason Gorber er kvikmyndablaðamaður og gagnrýnandi búsettur í Toronto, hann hefur yfir tveggja áratuga reynslu af að skrifa um kvikmyndir.

Ragnheiður Skúladóttir
Ragnheiður er annar listrænna stjórnenda alþjóðlegu leiklistarhátíðarinnar LÓKAL.

Herbert Sveinbjörnsson
Herbert er verðlaunaður kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri.

STUTTMYNDAVERÐLAUN
Veitt eru verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina og bestu erlendu stuttmyndina.

DÓMNEFND:

Fahad Falur Jabali Fahad
Fahad Jabali hefur verið starfandi kvikmyndagerðamaður frá árinu 1987.

Ásdis Sif Gunnarsdóttir
Ásdís er listakona sem hefur m.a. sýnt verk sín á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Ari Allansson
Ari er kvikmyndagerðarmaður en samhliða því stjórnar hann m.a. Air d’Islande í París.

GULLNA EGGIÐ
Gullna eggið kemur í hlut bestu myndarinnar á Reykjavík Talent Lab

DÓMNEFND:

Grímur Hákonarson
Grímur Hákonarson lærði kvikmyndagerð í FAMU, Prag.
Nýjasta mynd hans Hrútar vann aðalverðlaunin í flokknum Un Certain Regard í Cannes árið 2015

Janus Bragi Jakobsson
Janus Bragi er heimildamyndaleikstjóri sem hefur meðal annars starfað sem dagskrárstjóri fyrir Nordisk Panorama.

Helga Rakel Rafnsdóttir
Helga Rakel er kvikmyndagerðarkona og starfar jafnt við heimildamyndir og leikið efni.