RIFF STUDENT TV

RIFF STUDENT TV hefur fangað anda hátíðarinnar undanfarin ár. Nemendur í kvikmyndagerð frá Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólanum í Ármúla hafa farið á stúfana og tekið upp sérviðburði, meistaraspjöll, veislur og spurt og svarað-viðburði og tekið viðtöl við gesti, leikstjóra og kvikmyndaunnendur. Kíktu á YouTube rás RIFF til að horfa á myndbönd frá fyrri hátíðum.
Hér er hægt að horfa á  innslög frá hátíðinni 2018 á meðan beðið er eftir RIFF 2019.