Dagur Lux verðlauna Evrópuþingsins

Guð er til og nafn hennar verður kynnt á RIFF hátíðinni

RIFF sýnir myndirnar þrjár sem keppa um Lux verðlaunin í ár. Frá árinu 2007 hafaLUX verðlaun Evrópuþingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega um málefni almennings í Evrópu. Þingið trúir því að kvikmyndir, miðill sem nær til fjöldans, séu gott tæki til rökræðna og umhugsunar um Evrópu og framtíð hennar. Sérstakur LUX-dagur verður haldinn sunnudaginn 29. September. Að lokinni sýning á myndinni Guð er til, hún heitir Petrunya þann dag kl. 18:45 verður móttaka með léttum veitingum í Bíó Paradís í boði sendinefndar ESB á Íslandi.

 

Myndirnar þrjár eru „Óleyst mál Hammarskjölds“, „Yfirráðarsvæðið“, og „Guð er til, hún heitir Petrunya“.

Óleyst mál Hammarskjölds fjallar um fráfall Dags Hammarskjölds, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem lést á dularfullan hátt á ferð sinni í Kongó þar sem hann var að miðla málum milli stríðandi fylkinga.

Stikla:

https://www.youtube.com/watch?v=ZrUkRs8wDo0

 

Myndin Yfirráðasvæðið fjallar um stjórnmálamann sem er virtur en spilltur og hefur auðgast á því að höndla með almannafé. Spurningunni sem er velt upp í myndinni er hversu mikið er manneskja tilbúin að leggja á sig til að halda völdum?

Stikla:

https://www.youtube.com/watch?v=XoH6bJnweFo

 

Myndin Guð er til, hún heitir Petrunya, fjallar um það þegar kona í bænum Stip í Makedóníu stingur sér til sunds í ánni og nær sér í heilagleika með því að grípa kross sem flýtur þar en allt er það í óþökk feðraveldisins sem þar ríkir.

Stikla:

https://www.youtube.com/watch?v=iWLqo8_DHSc