Donbass er opnunarmynd RIFF 2018

Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir með stolti, opnunarmynd RIFF 2018: Donbass.

Myndin er ferðalag í gegnum hið stríðshrjáða Donbass hérað í Úkraínu og henni er leikstýrt af hinum virta leikstjóra Sergei Loznitsa sem mun einnig vera með meistaraspjall á hátíðinni.

Myndin hefur hlotið mjög góðar viðtökur og vann til verðlauna á Cannes kvikmyndahátíðinni í sumar. Gagnrýnendur hafa kallað myndina meistaraverk og sagt hana eina af myndum ársins sem enginn má missa af.