„Fágæti meðal samskonar viðburða“

Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 2017! Hátíðin heppnaðist vel og þúsundir gesta sóttu hana til að njóta kvikmynda, listasýninga, pallborðsumræðna, meistaraspjalla, tónleika og leikhúsferða!

Meðal gesta var fjölmiðlamaðurinn, kvikmyndagagnrýnandinn og einn stofnandi Indiewire, Mark Rabinowitz, sem m.a. skrifar fyrir Paste Magazine. Mark sat í dómnefnd fyrir Vitranaflokkinn og naut þess að eigin sögn að heimsækja Ísland, sjá áhugaverðar kvikmyndir, kynnast góðu fólki og jú, hitta Björk.

Í grein sem birt er á vefsíðu Paste Magazine lofsamar Mark RIFF. Hann kallar hátíðina meðal annars „fágæti meðal samskonar viðburða“ og hampar dagskrárstjórum og stjórnanda hátíðarinnar fyrir vel unna og áhugaverða dagskrá!

„Dagskrá RIFF er uppbyggð á skapandi hátt af alþjóðlegum hópi sem inniheldur stofnanda og stjórnanda hátíðarinnar, Hrönn Marinósdóttur (Ísland), dagskrárstjórann Giorgio Gosetti (Ítalía), dagskrárstjóra heimildarmynda, Gabor Pertic (Kanada) og dagskrárstjóra stuttmynda, Ana Catalá (Spánn). Þetta gekk snuðrulausara fyrir sig en flestar hátíðir sem ég hef farið á og fyrir utan Gosetti og Pertic er hátíðin nánast alfarið skipulögð og henni stjórnað af konum. Þá er sex af þeim níu kvikmyndum sem unnu til verðlauna eða fengu viðurkenningu leikstýrt af konum.“

Umfjöllun Mark má lesa í heild sinni hérna.

Fyrir áhugasama má finna myndir frá hátíðinni hér og myndbönd hér.

Sýningar í dag

Tími Viðburdur