
Angakusajaujuq: The Shaman’s Apprentice
20 minutes | Kanada | 2021
Synopsis
Ungur töfralæknir gengst undir fyrstu prófraunina – ferð neðanjarðar til að hitta Kannaaluk, „Þann eina niðri“, sem veit af hverju meðlimur samfélagsins veiktist. Hún verður að treysta á kennisetningar meistarans og koma böndum á óttann þar sem hún stendur frammi fyrir myrkum öndum og líkamlegu erfiði.
Director’s Bio

Zacharias Kunuk fæddist árið 1957 í torfhúsi á Baffin-eyju. Hann starfaði sem steinhöggvari en árið 1981 seldi hann þrjár höggmyndir í Montreal til að kaupa myndbandsupptökuvél sem hann kom með heim til Igloolik NU. Árið 1991 stofnaði hann Igloolik Isuma Productions Inc. með Paul Apak Angilirq, Pauloosie Qulitalik og Norman Cohn. Hann hefur leikstýrt meira en 30 heimildamyndum og kvikmyndum í fullri lengd, þar á meðal:The Journals of Knud Rasmussen, Inuit Knowledge and Climate Change og Maliglutit (Searchers). Nýjasta mynd hans í fullri lengd, One Day in the Life of Noah Piugattuk (2019), var frumsýnd sem aðalverk kanadíska skálans á 58. Feneyjatvíæringnum, þar sem Kunkuk og Isuma-listasamsteypan sýndu fyrir hönd Kanada. Angakusajaujuq er fyrsta hreyfimynd hans.
Film Details
-
Year:2021
-
Genres:
-
Runtime:20 minutes
-
Languages:inúktitút
-
Countries:Kanada
-
Premiere:Icelandic Premiere
-
Edition:RIFF 2022
-
Director:Zacharias Kunuk
-
Screenwriter:Zacharias Kunuk, Jonathan Frantz
-
Producer:Neil Christopher, Nadia Mike, Zacharias Kunuk, Jonathan Frantz
-
Cast:Madeline Ivalu, Lucy Tulugarjuk, Jacky Qrunnut