Yfirfljótandi sjónræn epík og ljóðræn vegamynd um gríska tónskáldið Mikis Theodorakis. Það var einstakur listamaður sem mótaðist af og mótaði tuttugustu öldina, og var jafnframt eitt mesta ólíkindatól seinni tíma evrópskrar tónlistarsögu.