
Into the Ice
85.00 minutes | Danmörk, Þýskaland | 2022
Synopsis
Þrátt fyrir margra ára rannsóknir veit enginn hversu hratt ísbreiða Grænlands bráðnar. Lars Ostenfeld reynir að komast að því með hjálp þriggja jöklafræðinga í fremstu röð, með því að fara 200 metra niður í ísbreiðuna – lengra en nokkur hefur farið áður.
Director’s Bio

Lars Ostenfeld býr yfir margra ára reynslu af vísinda- og náttúruheimildamyndagerð. Nýlega hefur hann leikstýrt og kvikmyndað þætti fyrir þáttaröðina Wild, Wonderful Denmark og heimildamyndina Tracking the Wolf. Lars hefur unnið að mörgum verðlaunaþáttum fyrir danska ríkissjónvarpið og TV2, þeirra á meðal Ph.D. Cup, sem hann vann í samstarfi með Lundbeck Foundation, Information, The Pain Experiment og Nature Live. Í samvinnu við DTU Space og stjarneðlisfræðinginn Anja C. Andersen frá Niels Bohr stofnuninni kom hann að beinni útsendingu danska ríkissjónvarpsins úr geimnum. Lars stóð einnig fyrir verkefninu The Polar Bear Live sem var sýnt á 200 skjáum á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2022 og Live from the Depths, sem var sýnd í kafbáti 40 metrum neðansjávar og 100 kílómetrum frá landi á botni Norðursjávar.
Film Details
-
Year:2022
-
Genres:Documentary
-
Runtime:85.00 minutes
-
Languages:enska, danska
-
Countries:Danmörk, Þýskaland
-
Premiere:Icelandic Premiere
-
Edition:RIFF 2022
-
Director:Lars Henrik Ostenfeld
-
Screenwriter:Lars Henrik Ostenfeld
-
Producer:Malene Flindt Pedersen, Stefan Kloos, Signe Skov Thomsen
-
Cast: