Framleiðandinn Lilja Ósk verður fulltrúi Íslands á Cannes

Lilja Ósk Snorradóttir, framleiðandi og einn eiganda Pegasus, mun taka þátt fyrir Íslands hönd í panel á vegum Cannes hátíðarinnar undir yfirskriftinni Framleiðendur á ferð og flugi eða Producers On The Move. 

Lilja Ósk segir í samtali við Nordisk film og TV fund þetta vera mikinn heiður og að svona fundir séu mikilvægir til að koma áleiðis því starfi sem verið er að vinna að hér á landi. Sjálf hefur Lilja skipað stóran sess í íslensku kvikmyndalífi og stendur nafn hennar meðal annars á bak við myndir á borð við Andið eðlilega og Þrestir. Einnig hefur hún unnið að nýrri mynd Mads Mikkelsen, Arctic, sem tekin var upp hér á landi.