Lokað fyrir sjálfboðaliðaumsóknir

Það styttist heldur betur í RIFF 2017 en nú eru aðeins rúmar þrjár vikur í að hátíðin hefjist! Við höfum því lokað fyrir umsóknir um að gerast sjálfboðaliði á hátíðinni. Við hvetjum þó alla áhugasama til að tryggja sér klippikort eða hátíðarpassa í vefverslun okkar.

Dagskrá RIFF 2017 verður tilkynnt um miðjan september og á sama tíma fer almenn miðasala á stakar sýningar í gang á tix.is. Einnig verður hægt að nálgast hátíðarpassa á nema- og eldri borgara afslætti á sölustöðum okkar á Hlemmur Square og í Háskólabíói.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði á RIFF 2018 bendum við þér á að fylgjast með okkur á Facebook. Opnað verður fyrir umsóknir í febrúar 2018.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *