Passar og klippikort fyrir 2017 nú fáanleg!

RIFF 2017 er rétt handan við hornið! Hátíðin opnar 28. september og stendur til 8. október.

Hátíðarpassar sem gefa handhafa aðgang að öllum sýningum eru nú fáanlegir í vefverslun okkar. Þar má einnig kaupa klippikort sem gilda á 8 sýningar.

Verð á hátíðarpassa er óbreytt frá 2016 en nemar, eldri borgarar og öryrkjar fá passann á afsláttarkjörum í miðasölu RIFF í Háskólabíó, Bóksölu stúdenta og á Hlemmi Square. Miðasala opnar um miðjan september.

Hátíðarpassi: 14.900 kr.
Hátíðarpassi á afslætti: 11.900 kr. (fáanlegt gegn framvísun skírteinis)
Klippikort: 9.600 kr.
Stakir miðar á sýningar: 1.500 kr. (stakir miðar fara í sölu á tix.is innan skamms)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *