RIFF meðal fremstu hátíða í Evrópu

Breska vikublaðið The New European gaf nýverið út lista yfir 14 evrópskar kvikmyndahátíðir sem ekki má missa af á árinu 2017. RIFF er þar á meðal en með henni á listanum eru stórhátíðir á borð við kvikmyndahátíðina í Cannes, Feneyjum og Edinborg, auk 10 annarra annarra hátíða.

Í umfjölluninni er hverri hátíð fyrir sig gefið lýsandi viðurnefni og er kvikmyndahátíðin í Cannes til að mynda kölluð „þessi stóra“ á meðan að kvikmyndahátíðin í Feneyjum fær viðurnefnið „þessi virta.“

Blaðamaður kallar Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík „þessa unglegu“ og segir heimsókn á hátíðina vera orðið markmið fyrir „nýtt og upprennandi hæfileikafólk allstaðar að úr heiminum.“

Reykjavík International Film Festival
„Þessi unglega“

RIFF var stofnuð fremur nýlega, árið 2004, en það er ekki bara þess vegna sem hún fær þetta viðurnefni. Til þess að aðskilja sig frá Cannes og Berlín-hátíðum þessa heims ákváðu skipuleggjendur að aðalverðlaun hátíðarinnar (Gyllti lundinn) gæti aðeins farið til leikstjóra sem væru að kynna sína fyrstu eða aðra kvikmynd. Þetta hefur gert það að verkum að þessi svali íslenski viðburður er orðinn að markmiði fyrir heitt og nýtt hæfileikafólk allstaðar að úr heiminum. „Markmið okkar,“ sagði stjórnandi hátíðarinnar, Hrönn Marínósdóttir, í viðtali við The Guardian árið 2011, „er að kynna nýja kynslóð leikstjóra.“

Á lista The New European yfir þær evrópsku hátíðir sem ekki má láta framhjá sér fara á árinu 2017 eru:

 1. Cannes Film Festival – „þessi stóra“
 2. Edinburgh International Film Festival – „þessi svala“
 3. Il Cinema Ritrovato – „þessi retro“
 4. Karlovy Vary International Film Festival – „þessi austræna“
 5. Locarno International Film Festival – „þessi ferska“
 6. Frightfest – „þessi ógnvekjandi“
 7. Venice International Film Festival – „þessi virta“
 8. Deauville American Film Festival – „þessi ameríkulega“
 9. Oldenburg International Film Festival – „þessi framsækna“
 10. San Sebastián International Film Festival – „þessi kraftmikla“
 11. Reykjavik International Film Festival – „þessi unglega“
 12. BFI London Film Festival – „þessi með bestu myndirnar“
 13. Trieste International Science+Fiction Film Festival – „þessi úr geimnum“
 14. Gijon International Film Festival – „þessi fyrir krakka“

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *