Vitranir

Keppnisflokkur um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF.

Í Vitrunum tefla nýir leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann. Þessar myndir ögra viðteknum hefðum í kvikmyndagerð og leiða kvikmyndalistina á nýjar og spennandi slóðir. Við erum sérstaklega stolt að kynna íslensku verðlaunamyndina Vetrarbræður í leikstjórn Hlyns Pálmasonar en hún vann til sex verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Locarno í ár og verður opnunarmynd RIFF í ár.

 

God’s Own Country
Francis Lee / GBR 2017 / 104 min
Sýningatímar: HB3, Sept. 29, 20:15 / HB1, Oct. 5, 19:30 / HB1, Oct. 7, 20:15
Sýnishorn
Hin ungi Johnny rekur bóndabæ föður síns á Yorkshire í Englandi. Til að flýja ömurlegan hversdagsleika sinn stundar Johnny einnar nætur gaman eða drekkur sig fullan á bæjarkránni. Þegar kemur fram á vor er hinn rúmanski Gheorge ráðin til sveitabæjarins og brátt myndast lostafullt samband milli mannanna tveggja. Valinn besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

   

The Rider
Chloé Zhao / USA 2017 / 102min
Sýningatímar: HB2, Sept. 29, 17:30 / HB1, Oct. 6, 21:45
Kúrekinn Brady stendur á tímamótum eftir hörmulegt reiðslys sem skilur hann eftir ófæran um sinna ástríðu sinni. Í heiðarlegri tilraun til að endurheimta örlög sín fer Brady í sjálfsskoðun sem leiðir hann á ótroðnar slóðir, þar á meðal hvað það þýðir að vera karlmaður í suðurríkjum bandaríkjanna. Myndin vann til verðlauna í Cannes.

   

Gabriel and the Mountain/ Gabriel e a montanha (Gabríel og fjallið)
Fellipe Gamarano Barbosa / BRA, FRA 2017 / 130 min
Sýningatímar: HB1, Sept. 28, 22:00 / HB3, Oct. 3, 19:00 / HB4, Oct. 8, 20:45
Gabriel ákveður að ferðast um heiminn áður en hann hefur nám við virtan háskóla í Bandaríkjunum. Eftir tíu mánaða ferðalag kemur hann til Kenía. En honum nægir ekki að skoða Afríku eins og ferðamaður. Hann ferðast einn milli landa þar til hann kemur að loka áfangastað sínum, Mulanje-fjalli í Malaví. Byggt á sannri sögu. Myndin vann til verðlauna í Cannes.

   

Júlia Ist
Elena Martín / ESP 2017 / 96 min
Sýningatímar: HB2, Oct. 1, 20:15 (Q&A) / HB2, Oct. 3, 17:30 (Q&A) / HB3, Oct. 7, 13:15
Arkitektaneminn Júlia ákveður að gerast Erasmus nemi í Berlín eina önn. Hún yfirgefur heimili sitt í Barcelona í fyrsta sinn, full eftirvæntingar. En lífið í Berlín er langt frá því að vera ævintýrið sem hún ímyndaði sér. Smám saman byggir Júlia þó upp líf sitt þar og lærir að þekkja sjálfa sig í nýju samhengi. Fékk verðlaun fyrir bestu mynd og leikstjórn í Malaga.

   

Where the Shadows Fall (Þar sem skuggarnir falla)
Valentina Pedi / ITA 2017 / 95 min
Sýningatímar: HB2, Sept. 29, 23:15 / HB1, Oct. 6, 17:15 (Q&A) / HB3, Oct. 8, 19:00 (Q&A)
Hjúkrunarfræðingurinn Anna og aðstoðarmaður hennar Hans, vinna á elliheimili sem áður var munaðarleysingjahæli. Þau voru fangar á hælinu sem börn og virðast enn vera fangar í tíma og rúmi. Byggt á sannri sögu. Myndin var sýnd í keppnisflokki á Feneyjadögum sem eru haldnir samhliða kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.

   

Winter Brothers (Vetrarbræður / Vinterbrødre)
Hlynur Pálmason / DNK, ISL 2017 / 94 min
Sýningatímar: HB1, Sept. 28, 18:00 / HB3, Sept. 28, 19:30
Vetrarbræður segir frá tveimur bræðrum sem búa í einangraðri verkamannabyggð. Yngri bróðirinn lendir í ofbeldisfullum deilum við vinnufélaga sína þegar heimabrugg hans er talið ástæða þess að maður liggur við dauðans dyr. Stigmagnandi útskúfun hans í framhaldi þess reynir á samstöðu bræðranna en þegar eldri bróðirinn virðist hafa unnið ástir draumastúlku þess yngri fer óhefluð atburðarás af stað. Vetrarbræður er saga um skort á ást og löngun eftir því að vera elskaður og þráður. Vann til sex verðlauna á Locarno hátíðinni.

   

3/4 (Three quarters)
Ilian Metev / BGR, DEU 2017 / 82 min
Sýningatímar: HB4, Sept. 29, 17:30 / HB3, Oct. 1, 21:15 / HB3, Oct. 7, 15:15 (Q&A)
Hinn ungi píanóleikari, Mila, undirbýr sig fyrir áheyrnarprufu erlendis. Niki, bróðir hennar, truflar hana með óæskilegum, furðulegum uppátækjum. Stjarneðlisfræðingurinn, pabbi þeirra, virðist ekki geta tekist á við kvíða barnanna sinni. Svipmynd af fjölskyldu síðasta sumarið þeirra saman. Myndin vann Gullna hlébarðann á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Locarno.

   

Soldiers. A Story from Ferentari (Hermenn. Saga frá Ferentari)
Ivana Mladenović / ROU 2017 / 119 min
Sýningatímar: HB2, Sept. 30, 21:30 / HB3, Oct. 5, 20:15 (Q&A) / HB1, Oct. 7, 15.00 (Q&A)
Þegar kærasta mannfræðingsins Adi yfirgefur hann flytur hann til Ferentari (fátækasta hverfis Búkarest) til að skrifa um manela tónlist, popptónlist Rómafólks. Þar hittir hann fyrrverandi fangann og Rómamanninn Alberto. Fljótt hefst ástarsamband milli mannanna tveggja. Það sem Adi taldi í upphafi að yrði bara skemmtun breytist smám saman í martröð.

   

M
Sara Forestier / FRA 2017 / 100 min
Sýningatímar: HB2, Sept. 29, 21:15 / HB2, Oct. 5, 20:45 / HB3, Oct. 7, 23:00
Lila og Mo hittast á strætóstoppistöð. Lila er að undirbúa sig fyrir próf. Mo keppir í ólöglegum kappakstri. Andstæður laðast hvor að annarri og þau verða ástfangin. En Mo lumar á leyndarmáli.

    

Disappearance (Hvarf)
Ali Asgari / IRN 2017 / 88 min
Sýningatímar: HB2, Sept. 30, 17:30 (Q&A) / HB3, Oct. 2, 17:30 (Q&A) / HB1, Oct. 7, 13:15
Á kaldri nóttu í Tehran flakka ungir elskendur milli sjúkrahúsa í von um hjálp. Brátt þurfa þau að horfast í augu við hörmulegar afleiðingar barnaskaps síns. Frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2017.

   

Miracle (Kraftaverk)
Egle Vertelyte / LTU, BGR, POL / 91 min
Sýningatímar: HB4, Oct. 1, 16:30 / HB1, Oct. 3, 21:00 (Q&A) / HB1, Oct. 5, 17:15 (Q&A)
Irena er á barmi gjaldþrots. Hún er eigandi svínabús sem stendur vart undir sér, í pínulitlum bæ sem áður var undir kommúnistastjórn. Hún fær aðstoð úr óvæntri átt þegar myndalegur Bandaríkjamaður birtist og virðist vera svar við öllum hennar bænum.

   

Dreams by the Sea (Draumar við hafið)
Sakaris Friði Stórá / FRO, DNK 2017 / 80 min
Sýningatímar: HB1, Oct. 1, 18:30 / HB1, Oct. 3, 19:00 (Q&A) / HB2, Oct. 6, 17:30 (Q&A)
Ester lifir tilbreytingasnauðu lífi á afskekktri eyju og hlýðir trúuðum foreldrum sínum án mótmæla. Dag einn flytur hin uppreisnargjarna Ragna í bæinn og saman njóta þær sumarnóttanna og láta sig dreyma um eitthvað annað, eitthvað betra.

   

Distant Constellation (Stjörnumerki í fjarlægð)
Shevaun Mizrahi / TUR, NLD, USA 2017 / 80 min
Sýningatímar: HB3, Sept. 28, 23:15 / HB1, Oct. 2, 17:15 (Q&A) / HB2, Oct. 4, 19:30
Þessi draumkennda mynd gerist á elliheimili í Istanbúl. Íbúar sem lifað hafa tímana tvenna baða sig í athygli myndavélarinnar. Þau eru stríðnispúkar, sagnfræðingar og kvennabósar. Á meðan íbúarnir eru staddir í hálfgerðu limbói innan dyra umbreyta ógnandi byggingaframkvæmdir fyrir utan landinu. Vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Locarno.

   

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *