Werner Herzog verður heiðursgestur RIFF 2017

Þýski kvikmyndargerðarmaðurinn Werner Herzog verður heiðursgestur á RIFF, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, árið 2017 (með stuðningi frá Goethe Institute í Danmörku). Ferill Herzog er einstakur en hann hefur alls gert 19 leiknar myndir í fullri lengd og 29 heimildamyndir. Hann hefur einnig leikstýrt fjölda stuttmynda, bæði í heimildamyndaflokki sem leiknum kvikmyndum.

Herzog er listamaður sem fer sínar eigin leiðir og er þekktur fyrir einstakan frásagnarstíl sem er einkennandi fyrir bæði heimildamyndir sem leiknar myndir leikstjórans. RIFF vinnur nú að því að setja saman yfirlitssýningu með nokkrum af helstu verkum Herzog en þar verður í öllu falli Fitzcarraldo (1982) sem bandaríski gagnrýnandinn Roger Ebert kallaði iðulega eina bestu kvikmynd sögunnar.

Herzog verður með meistaraspjall (e. masterclass) í heimsókn sinni en takmarkað sætaframboð er á viðburðinn, sem fram fer laugardaginn 30. september. Hér er hægt er að tryggja sér miða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *