Hátíðarpassar og klippikort RIFF á kostakjörum

Miðasala fyrir RIFF er í fullum gangi. Hægt er að nálgast hátíðarpassa hér inn á RIFF.is en einnig verður í boði að kaupa klippikort. Miðarnir eru hentugar sem gjafir og mælum við hiklaust með þeim fyrir þá sem eiga allt svo sem fyrir brúðhjón, stórafmæli eða jafnvel bara sem tækifærisgjöf.

Höfuðstöðvar hátíðarinnar verða í Bíó Paradís eins og undanfarin ár en hátíðin mun einnig teygja anga sína í Hörpu, Norræna húsið og Sundhöll Reykjavíkur.