Heiðursgestur RIFF staðfestur!

Það er með sanni sagt að stemmningin hér í vinnubúðum RIFF sé gífurleg enda er búið að staðfesta einn af heiðursgestum hátíðarinnar í haust. Gesturinn að þessu sinni er kanóna innan kvikmyndaheimsins, með mögnuð verk að baki og enn fleiri í vinnslu. Það er okkur mikill heiður að gesturinn skuli heiðra okkur með nærveru sinni og teljum við hreinlega niður dagana. Allt mun þetta koma betur í ljós í vikunni en þá verður tilkynnt formlega um hver varð fyrir valinu að þessu sinni.

Þannig að, setjið ykkur í stellingar, með puttann á refresh takkanum og bíðið spennt því þetta mun sko svo sannarlega kitla kvikmyndataugarnar.