Heimildarmyndir sem breyta heiminum

Önnur framtíð er flokkur heimildarmynda sem er árlegur á RIFF. Þar er velt upp mikilvægum spurningum um samtíma okkar. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram við hvert annað? Í flokknum er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.

 

PUSH

Þvingun

SWE

Fredrik Gertten

92 min.

2019

 

Að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallarréttindum okkar, forsenda öryggis og heilbrigðs lífs. Húsnæðisverð er að hækka upp úr öllu valdi í borgum heimsins en tekjur fólks hækka ekki. PUSH varpar ljósi á ósýnilega leigusala, borgir sem við getum ekki lengur búið í og þá stigvaxandi erfiðleika sem þessu fylgja. Þetta er ekki miðstéttarvæðing heldur eitthvað allt annað skrímsli.

 

COLD CASE HAMMERSKJÖLD

Óleyst mál Hammarskjölds

DNK, NOR, SWE, BEL

Mads Brügger

128 min.

2019

Árið 1961 hrapaði flugvél Dags Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, á dularfullan hátt og Hammarskjöld fórst ásamt allri áhöfninni. Danski leikstjórinn Mads Brügger (The Red Chapel, The Ambassador) og sænski einkaspæjarinn Göran Björkdahl reyna að leysa gátuna um dularfullan dauðdaga Dags Hammarskjöld. Þegar hringurinn fer að þrengjast uppgötva þeir enn verri glæp en morðið á aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

 

UNA PRIMAVERA

The Spring

Vorið

AUT, ITA, DEU

Valentina Primavera

80 min.

2019

 

Eftir enn eitt skiptið sem Fiorella, þriggja barna móðir, er beytt ofbeldi á heimili sínu ákveður hún að yfirgefa eiginmann sinn eftir 40 ára hjónaband. Hún er 58 ára og sækir loksins um lögskilnað í leit að frelsi og nýrri fótfestu. Dóttir hennar, Valentina, fylgir henni eftir með handheldri myndavél og fangar fyrstu skref hennar í átt að nýrri framtíð. Flókin leiðangur hefst þar sem þær þurfa að horfast í augu við sig sjálfar og það feðraveldi sem þær búa við.

 

GODS OF MOLENBEEK

Aatos og Amine

Aatos ja Amine

FIN, BEL, DEU

Reeta Huhtanen

73 min.

2019

Molenbeek er eitt fátækasta hverfið í Brussel og hefur orð á sér fyrir að vera afdrep hryðjuverkamanna. Hverfið er jafnframt heimkynni tveggja sex ára drengja. Aatos, sem er af chileönsku og finnsku bergi brotinn, og Amine, sem er múslimi, tilheyra ólíkum heimum en það kemur ekki í veg fyrir að þeir leiki sér saman af gleði. Í myndinni er reynt að skilja aðstæður í hverfinu og svara spurningunni um tilvist Guðs.

 

EARTH

Jörð

Erde

AUT

Nikolaus Geyrhalter

115 min.

2019

Á hverju ári eru milljarðar tonna af jarðvegi færðar úr stað með skóflum, skurðgröfum eða dýnamíti. Nikolaus Geyrhalter skoðar fólk í námum, grjótnámum og á stórum byggingasvæðum sem erfiðar stöðugt við að slá eign sinni á jörðina. Þið hafið heyrt af loftslagbreytingum en þessi heimildarmynd fjallar um landslagsbreytingar af manna völdum.

 

ADVOCATE

Lögmaður

ISR, CAN, CHE (Israel, Canada, Swiss)

Philippe Bellaïche, Rachel Leah Jones

108 min.

2019

 

Lea Tsemel heldur uppi vörnum fyrir Palestínumenn: allt frá femínistum til bókstafstrúarfólks, frá friðsælum mótmælendum til vopnaðra stríðsmanna. Tsemel er lögfræðingur af ísraelskum gyðingaættum sem hefur haldið uppi vörnum fyrir pólitíska fanga í næstum 50 ár. Tsemel fer út að ystu mörkum í starfi sínu sem mannréttindalögfræðingur í þrotlausri leit að réttlæti.

 

MIDNIGHT TRAVELER

Ferðalangur að nóttu

USA, GBR, CAN, QAT

Hassan Fazili

90 min.

2019

 

Þegar talíbanar setja fé til höfuðs afganska leikstjóranum Hassan Fazili neyðist hann til að flýja ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Fazili fangar frá fyrstu hendi þá hættu sem mætir hælisleitendum og ástina sem ríkir í fjölskyldu á flótta.

 

ONE CHILD NATION

Eins barns þjóð

USA

Nanfu Wang, Jialing Zhang

85 min.

2019

 

Kínverska eins barns stefnan, hin öfgakennda stjórnun á fólksfjölda sem hindraði með lögum rétt foreldra til að eiga fleiri en eitt barn var lögð niður árið 2015 en úrvinnsla hinna sálrænu áfalla sem þessi harða stefnan olli er rétt að byrja. Í myndinni eru könnuð áhrif hinnar átakanlegu þjóðfélagstilraunar og hvert mannréttindabrotið af öðru afhjúpað ーfrá yfirgefnum nýburum til nauðugra ófrjósemisaðgerða og fóstureyðinga og brottnám af hálfu stjórnvalda. Hlaut verðlaun í flokki heimildarmynd á Sundance kvikmyndahátíðinni 2019.

 

THE GREAT GREEN WALL

Stóri græni veggurinn

Bretland

GBR

Jared P. Scott

90 min.

2019

 

Framleiðandinn Fernando Meirelles (City of God) og malasíska tónlistarkonan Inna Modja taka okkur í ógleymanlegan leiðangur um Stóra græna vegginn í Afríku. Veggurinn er metnaðargjörn draumsýn um að rækta 8000 km langan vegg yfir þvera heimsálfuna til að berjast gegn auknum loftslagsbreytingum sem ýta undir átök og fólksflutninga í stórum stíl.