00
Dagar
00
Stundir
00
Mínútur
00
Sekúndur

RIFF 2020 opnar fyrir umsóknir

Við erum ávallt spennt fyrir nýjum íslenskum myndum og erum því ánægð með að tilkynna að búið er að opna fyrir umsóknir á 17. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF sem haldin verður 24. september til 4. október næstkomandi.

Við tökum á móti kvikmyndum í fullri lengd ásamt heimildarmyndum og stuttmyndum. Myndirnar þurfa að vera framleiddar eftir 1. janúar 2019 og ekki hafa verið frumsýndar formlega hér á landi. Umsóknarfrestur er til 15. júlí næstkomandi.

Reglur hátíðarinnar vegna innsendra mynda eru hér og allar umsóknir þurfa að berast í gegnum Filmfreeway-gáttina.

Mikil aðsókn er ævinlega á meðal kvikmyndafólks að komast með myndirnar sínar á RIFF en í kringum 1.000 umsóknir frá kvikmyndagerðarfolki hvaðanæva að hafa að meðaltali borist hátíðinni síðustu ár. Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að senda þær á netfangið submissions@riff.is

Við hvetjum ykkur að senda inn myndir á RIFF og hlökkum til samstarfsins!

Facebook
Twitter
LinkedIn
Email

SIGN-UP FOR OUR NEWSLETTER