RIFF fyrir framtíðina

RIFF fyrir framtíðina er þriggja daga vinnustofa hugsuð fyrir ungt fólk frá Norðurlöndunum. Á námskeiðinu gefst þátttakendum kostur á að velta fyrir sér tækifærum ungra kvikmyndagerðarmanna á tímum nýrra miðla og hnattrænnar hlýnunar. Með því að nota kvikmyndagerð, nýja miðla og kraft frásagna geta þátttakendur þróað eigin raddir, með heimsmarkmið sjálfbærrar þróunar til hliðsjónar. 

Markmiðið er að hafa áhrif á ungt fólk í kvikmyndagerð og hvetja þau til þess að nýta raddir sínar varðandi núverandi aðstæður í sínum heimalöndum og samfélögum, og á sama tíma að leggja áherslu á sjálfbærni. Með kvikmyndum sínum ættu þau að stefna að því að hafa áhrif á aðra og efla sýn annarra í tilraun til að umbreyta heiminum. 

Vinnustofan er eitt af fjölbreyttum fræðsluverkefnum RIFF þar sem kvikmyndalæsi og kvikmyndagerð gegna mikilvægu hlutverki. Jafnréttisstefna RIFF er veigamikil á öllum námskeiðum, þar sem við leggjum áherslu á að allir láti raddir sínar heyrast. 

RIFF fyrir framtíðina 2020

Námskeiðið var haldið með góðum árangri árið 2020, í Norræna húsinu. Aðsókn var góð og voru þau sem sóttu námskeiðið mjög ánægð með vinnustofuna, tengslanetið og tækifærin til að byggja upp sterk tengsl við jafningja og fagfólk í iðnaðinum. Margir frábærir og alþjóðlegir leiðbeinendur kenndu á vinnustofunni, svo sem Mohamed Jabaly, palestínskur kvikmyndagerðarmaður og listamaður frá Gaza ströndinni, Djamal Mohamed, franskur kvikmyndagerðarmaður, Hilke Rönfeldt, höfundur og leikstjóri, og Inuk, verðlaunaður stuttmyndaframleiðandi og leikstjóri. Auk þess hefur íslenskt fagfólk haldið fyrirlestra, s.s. Ágústa M. Jóhannsdóttir, klippari, Birta Rán Björgvinsdóttir, klippari, og Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri. 

RIFF4future 2020 was sponsored by
RIFF4future 2020 was sponsored by

Viðburður 2020

Verkefni frá 2020 vinnustofu

Play Video

Has the message gotten through? A film by Haakon Joensen.
#SDGs #sustainability #nordicglobalwarming #youth4future
#filmmakers4future #RIFF4Future #RIFF2020 #NordicCulturePoint #fortheloveofmovies

Play Video

The revenge of the sea – a film by Eva Sól Samuelsdóttir Gill.
#SDGs #sustainability #nordicglobalwarming #youth4future
#filmmakers4future #RIFF4Future #RIFF2020 #NordicCulturePoint #fortheloveofmovies

Play Video

Ocean Breeze, a film by Adrianna Musial.
#SDGs #sustainability #nordicglobalwarming #youth4future
#filmmakers4future #RIFF4Future #RIFF2020 #NordicCulturePoint #fortheloveofmovies

SIGN-UP FOR OUR NEWSLETTER