Section: Dutch Shorts I

Enginn grét

Allt frá berum veggjum til margbrotinna og ítarlegra bakgrunnsmynda – kynlífsspjallborð eru forgarðar fantasía og fýsna af ýmsum toga.

Augun á veginum

Þrjár ungar konur keyra heim eftir hátíðarhöld og reyna að koma upplifunum sínum í orð.

Páskaegg

Bakkabræður brugga ráð er þeir taka eftir opnu fuglabúri fyrir utan kínverskan veitingastað en að fanga paradísarfugla er hægara sagt en gert.

Sashað

Skáldræn ritgerð um leit geimfara að ódauðleikanum og eilífa baráttu tegundarinnar við takmarkanir sínar í tíma og rúmi.

Fiskur á þurru landi

Þróunin leiðir metnaðarfulla sjávarveru af froskaætt á þurrt land en finnur hún fullkomnun í mannheimum.