Section: Heimildarmyndir

Heimildarmyndadagskrá RIFF miðar að því að fræða og upplýsa áhorfendur, en ekki síður að miðla þekkingu með óheðfbundnum leiðum. Góð heimildarmynd kveikir í ímyndunaraflinu og getur haft sterk áhrif á áhorfendur og samfélagið með óvæntu sjónarhorni eða nýjum upplýsingum.

Skál

Eftir strangkristið uppeldi opnast Daníu nýjar brautir er hún kynnist hipphopplistamanni og fer að skrifa eigin texta, þar sem hún veltir fyrir sér hvort það sé synd að drekka, dansa …

Skál Read More »

Ótrautt áfram

Hvetjandi frásögn af mönnum frá Zimbabwe sem eru fyrstir landa sinna til að stofna Ólympíusveit í vínsmökkun og leiðangri þeirra.

Sjónarsagan

Er hann bíður eftir aðgerð til þess að lagfæra sjón sína, kannar Mark Cousins hlutverk sjónrænnar upplifunar á einstaklinga og samfélög. Norður-írski leikstjórinn er þekktastur fyrir fimmtán tíma þáttaröð sína, …

Sjónarsagan Read More »

Fallbyssan og tölvuspilsheimsmetið

Með hjálp vina sinna á Bip Bip barnum ætlar Kim að reyna við heimsmet í samfelldu tölvuleikjaspileríi. Hjartahlý mynd um vináttuna.

Ailey

Alvin Ailey var frumkvöðull á sviði danslistar. Hér er gefin svipmynd af listamanninum og manneskjunni um leið og fylgt er eftir sköpunarferli á dansverki sem byggir á ævi hans.

Ör Alis Boulala

Ali Boulala gerði garðinn frægan á tíunda áratugnum sem sérvitrasti hjólabrettakappi síns tíma. Eftir áralanga vímuefnanotkun, átakanlegt slys og loks bata þarf hann að horfast í augu við fortíðina.

Uppreisnarlessur

Hvað gerðist þegar pönkið og femínismi mættust? Lesbíugengi, sem var áberandi í uppþotunum í Lundúnum á níunda áratugnum, vill segja þér frá því!

Ástríða

Að loknu skaðlegu sambandi, fer kvikmyndagerðarkonan Maja Borg á einkar persónulega og myrka reisu þar sem hún kannar skurðpunkt helgisiða innan BDSM og kristni.

Wintopia

A box of tapes uncovered. A lifelong Utopian obsession. A daughter’s attempt to complete her father’s final film. Wintopia traces the enigmatic footsteps of renowned documentary filmmaker Peter Wintonick through …

Wintopia Read More »