Section: Önnur framtíð

Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum.

Ekki einleikið

Þessi grátbroslega frásögn um Ednu Lupitu og leikhóp hennar sýnir fram á hvernig hægt er að lifa eðlilegu og innihaldsríku lífi þrátt fyrir að vera á barmi sjálfsvígs.

Úr djúpinu

Þessi ljóðræna heimildarmynd dregur upp mynd af sambandi manna og sjávardýra og afleiðingum loftslagsbreytinga. Myndir geta verið áhrifameiri en nokkur orð.  

Flísar

Á bernskuárum leikstjórans sprakk hernaðargagnaverksmiðja í heimabæ hennar. Tuttugu árum síðar fer hún í gegnum myndefni sitt sem sýnir sprengjuregn og eyðileggingu.  

Zinder

Nígerska kvikmyndagerðarkonan Aicha Macky dembir áhorfendum inn í veröld „Palais“ gengjanna sem ráða lögum og lofum í heimabæ hennar. Refilstigan þeirra eina slóð, frá fátækt, vinnuskorti, vansæld og vosbúð.  

Regn árið 2020

Það skiptast á skin og skúrir hjá fjölskyldu í Myanmar en á sjö ára tímabil hafa alheimsfaraldur, flóð og námuslys markað líf þeirra.  

Landslag andspyrnu

Endurminningar hinnar 97 ára Sonju, sem leiddi andspyrnuhreyfinguna í Auschwitz. Með samanburði við andfasista samtímans eru dregnar fram spurningar um eðli andófs.  

Að rífa upp með rótum

Valdsmaður stundar þá einkennilegu iðju að rífa upp aldagömul tré meðfram georgísku sjávarsíðunni og planta þeim í garðinum sínum. Athæfið hefur mikil áhrif á umhverfi trjánna og íbúa samfélagsins.  

Valkyrjur

Í Ciudad Juárez, alræmdri borg fyrir háa morðtíðni á kvenfólki berjast þrjár hugaðar fjölbragðaglímukonur, í hringnum sem og hversdagslífinu, við að endurskilgreina hvað það þýði að vera kona í Mexíkó. …

Valkyrjur Read More »

First we eat

First we eat

Suzanne Crocker, an award winning filmmaker and retired family doctor, challenged herself to spend one year feeding her family only food local in Dawson City, Yukon – a remote Northern …

First we eat Read More »

I am Greta

The story of teenage climate activist Greta Thunberg is told through compelling, never-before-seen footage in this intimate documentary from Swedish director Nathan Grossman. Starting with her one-person school strike for …

I am Greta Read More »