Section: Short Film Programs 4+

Nornin og barnið

Gömul norn þarf barn fyrir galdur sem á gera hana unga að nýju. Þegar hún kemur heim með kornunga prinsessu hefst óvænt atburðarás.

Mishou

Fjórir norðurskautshérar finna furðuveru og verða ekki samir.  

Blóð á ísskápnum

Í gegnum teikningar kynnumst við hugmyndum barna á aldrinum fjögurra til sex ára um blóð.

List á ísskápnum

Í gegnum teikningar kynnumst við hugmyndum barna á aldrinum fjögurra til sex ára um hvaðeina sem fangar ímyndunaraflið.

Kóróna á ísskápnum

Í gegnum teikningar kynnumst við hugmyndum barna á aldrinum fjögurra til sex ára um kórónuveiruna.

Úlfabaunir

Tunglelskur úlfur klífur fjallstind til að vera sem næst mánanum.

Fjöðrin Kíkí

Kanarífuglinn Kíkí þekkir aðeins búrið sitt en flýgur einn daginn út í óvissuna.

Teppi

Óralangt í burtu, í ísköldu norðrinu, býr úrillur ísbjörn. Dag einn fær hann til sín óvæntan gest.

Bémol

Saga af fjaðralausum næturgala sem getur ekki sungið lengur.