Líkt og blóm í haga : Einkasýning Jonasar Mekas

RIFF og Ásmundarsalur kynna með stolti : Líkt og blóm í haga, fyrsta einkasýning Jonasar Mekas á Íslandi.

Francesco Urbano Ragazzi er listrænnstjórnandi sýningarinnar. Sýningin hverfist um augnablik úr ævisögu Mekasar og leyfir áhorfandun að púsla þeim saman eftir eigin höfði. Á þremur skjám ganga þrjú myndskeið í hringi. Myndskeiðin eru tekin úr þremur stuttmyndasöfnum My First 40 (2006), 365 Day Project (2007) og Online Diary (2008-2015). Hér öðlast þau nýtt líf sem þrjár kvikmyndir í fullri lengd sem sýna persónuleg augnablik úr hversdagslífi kvikmyndagerðarmannsins, fundi með listamönnum og stórstjörnum og ljóðrænar hugleiðingar.

Á stóru gluggunum í galleríinu birtast 45 glærumyndir af blómum sem umbreyta gluggunum í eins konar kirkjuglugga. Myndirnar eru teknar úr kvikmyndum Mekasar og hver og ein stilla fangar það undur sem kviknun plöntulífs í miðri New York er: dulúð lífins, kraftaverk kvikmyndalistarinnar.