Mads Mikkelsen hlýtur viðurkenningu á RIFF

Mads Mikkelsen verður viðstaddur RIFF 2018. Mikkelsen mun taka við viðurkenningu fyrir farmúrskarandi leiklistarferil sinn en hann spannar meira en tvo áratugi.

Mikkelsen hefur komið fram í fjölda kvikmynda og þáttaraða, þar á meðal Pusher ( 1996 ), I am Dina ( 2002 ) og NBC þáttaröðin Hannibal sem fór sigurför um heiminn.

Við hlökkum til þess að sýna nokkrar af myndum hans á hátíðinni, þar á meðal The Salvation, Men & Chicken og Kongelig Affære.