Málþing – Kvikmyndaborgin Reykjavík

Alltaf er að aukast sú ferðamennska þar sem fólk velur sér áfangastaði sem það hefur séð í kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Á Íslandi má segja að kvikmyndaferðamennska hafi tekið stökk á síðustu misseerum enda hafa hér verið teknar fjölmargar þekktar kvikmyndir og sjónvarpsþættir undanfarin ár. Um mikla landkynningu er að ræða sem skilar sér í auknum ferðamannastraumi til og um Ísland.

Kvikmyndaferðamennska getur verið „bein“ þar sem ferðamenn fara eingöngu til lands til þess að heimsækja ákveðna staði (t.d. Alnwick kastala á N-Írlandi sem er Hogworth kastali í Harry Potter) eða hún getur verið „óbein“ þar sem áhugi ferðamanna kviknar eftir að hafa séð myndir af landi og þjóð. Oftast er um blöndun að ræða en á Íslandi eru til að mynda margir sem fara í Game of Thrones ferðir en líklegt má telja að hluti hópsins komi hingað gagngert til að sjá tökustaði þessa vinsælu þátta á meðan að hinir heillast af landinu eftir áhorf en vilja sjá fleira og meira en þá.

Um árabil hefur hér verið rekin kynningardeildin Film in Iceland, undir hatti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Íslandsstofu, sem hefur það markmið að kynna Ísland sem vænlegan tökustað. Hingað til hefur áherslan fyrst og fremst verið á íslenska náttúru, enda hefur hún mikið aðdráttarafl fyrir kvikmyndagerðarfólk, sem og aðra. En hvað með Reykjavíkurborg? Hvaða möguleikar eru í boði fyrir borgina okkar sem tökustaður fyrir erlendar kvikmyndir og sjónvarpsþætti?
Þetta og fleira verður viðfangsefni málþings um Kvikmyndaborgina Reykjavík sem haldið verður í Norræna húsinu miðvikudaginn 4. október kl. 15:00. Frummælendur verða Baltasar Kormákur, leikstjóri og framleiðandi; Leon Forde, sem rannsakað hefur áhrif kvikmynda á komu ferðamanna til viðkomandi staða; Thomas Gammeltoft, sem stýrir kvikmyndastjóri í Kaupmannahöfn sem styrkir eingöngu myndir sem teknar eru í borginni; og Sveinn Birkir Björnsson, frá Film in Iceland.

Við pallborðið sitja m.a. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Kristinn Þórðarson, formaður SÍK; Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðarráðherra; Thierry Potok, stjórnarformaður ISOLD, framleiðandi og fyrrum forstjóri Babelsberg kvikmyndaversins í Berlín og MPN kvikmyndaversins í Köln.
Umræðustýra er Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Málþingið fer fram á ensku.