Margar áhugaverðar heimildarmyndir á mánudegi á RIFF

Mánudaginn 30. september verða margar áhugaverðar heimildarmyndir sýndar á vegum RIFF. Meðal annars Sjáandinn og hið óséða, Guðirnir í Molenbeek, Ferðalangur að nóttu, Veröld sem var, Óleyst mál Hammarskjölds og Lögmaðurinn.

Veröld sem var. Hópi ferðalanga er fylgt í fimm daga gönguferð um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sumarið 2006 skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálsinn, dalinn sem Hálslón er kennt við. Einnig er fjallað um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Hér má sjá einstakar myndir af þessu lítt þekkta landssvæði, sem áður var stærsta ósnortna víðerni Evrópu og sameinaði allt í senn, stórbrotið landslag, gróskumikinn gróður og fjölbreytt dýralíf. Í Norræna húsinu og á Lækjartorgi verða ljósmyndasýningar sem tengist efni myndarinnar.

Myndin verður sýnd í Norræna húsinu á mánudaginn 30.09 klukkan 17:00.

Gods of Molenbeek. Molenbeek er eitt fátækasta hverfið í Brussel og hefur orð á sér fyrir að vera afdrep hryðjuverkamanna. Hverfið er jafnframt heimkynni tveggja sex ára drengja. Aatos, sem er af chileönsku og finnsku bergi brotinn, og Amine, sem er múslimi, tilheyra ólíkum heimum en það kemur ekki í veg fyrir að þeir leiki sér saman af gleði. Í myndinni er reynt að skilja aðstæður í hverfinu og svara spurningunni um tilvist Guðs.

Myndin verður sýnd mánudaginn 30.09 í Bíó Paradís klukkan 15:15 og aftur 06.10 í Bíó Paradís klukkan 17:30.

Midnight Traveler. Þegar talíbanar setja fé til höfuðs afganska leikstjóranum Hassan Fazili neyðist hann til að flýja ásamt eiginkonu og tveimur dætrum. Fazili fangar frá fyrstu hendi þá hættu sem mætir hælisleitendum og ástina sem ríkir í fjölskyldu á flótta.

Myndin verður sýnd á mánudaginn, 30.09 í Bíó Paradís klukkan 17:00. Hún verður svo sýnd aftur 03.10 í Bíó Paradís klukkan 20:45.

The Advocate. Lea Tsemel heldur uppi vörnum fyrir Palestínumenn: allt frá femínistum til bókstafstrúarfólks, frá friðsælum mótmælendum til vopnaðra stríðsmanna. Tsemel er lögfræðingur af ísraelskum gyðingaættum sem hefur haldið uppi vörnum fyrir pólitíska fanga í næstum 50 ár. Tsemel fer út að ystu mörkum í starfi sínu sem mannréttindalögfræðingur í þrotlausri leit að réttlæti.

Myndin verður sýnd í Bíó Paradís mánudaginn 30.09 klukkan 23:00, hún verður síðan aftur sýnd þann 04.10.

Sjáandinn og hið óséða (The Seer and the Unseen) er nýstárleg umhverfisheimildarmynd sem segir sögu Ragnhildar, íslenskrar ömmu og sjáanda sem talar fyrir hönd berskjaldaðrar náttúru. Sagan er sögð út frá hennar sjónarhorni og ferðalag hennar verður að allegóríu fyrir samband mannsins við náttúru og framþróun í skugga alheimsfjármálakreppu.

Myndin er sýnd á mánudagskvöldið klukkan 23:00 í Bíó Paradís. Myndin verður sýnd aftur þann 5. október í Bíó Paradís klukkan 15:00 og eftir sýninguna verður leikstjórinn, Sara Dosa, til viðtals.