Dreaming Murakami

Dreaming Murakami | Að dreyma Murakami

Alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar í samvinnu við RIFF stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Dreaming Murakami. Mette Holm hefur árum saman þýtt bækur Harukis Murkami yfir á dönsku. En þýðingarferlið er vandasamt, sérstaklega þegar upprunamálið er japanska og þegar að höfundurinn skrifar meistaraverk sem dansa ávallt á hárfínni línu milli þess raunverulega og þess súrrealíska. Nitesh Anjaan skapar hér athyglisverða heimildarmynd í anda Murakamis, þar sem skáldskapur og raunsæi blandast saman. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.