Scenes From a Marriage

Scener ur ett äktenskap | Brot úr hjónabandi

Sérsýning á meistaraverki Ingmars Bergman, Brot úr hjónabandi. Myndin segir frá lífi hjónanna Marianne og Johan. Hjónaband þeirra virðist vera fullkomið, þar til dag einn þegar Johan gengur út. Brot úr hjónabandi er meira en hefðbundin saga um hjón og þeirra hápunkta og lágpunkta. Hún kemst inn að kjarna þess hvað það merkir að vera manneskja.