The Descendants

The Descendants | Afkomendurnir

Lögmaðurinn Matt King stendur á tímamótum í lífi sínu. Hann hefur erft gríðarstórt landssvæði á Havaí. Eignarrétturinn rennur út innan nokkurra ára og hann þarf að taka ákvörðun um hvernig hann eigi að ráðstafa jörðinni. Í ofanálag þarf hann sinna dætrum sínum aleinn, þar sem konan hans liggur í dái á sjúkrahúsi eftir siglingarslys. Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta handrit árið 2012.   Aðalleikkona myndarinnar, Shailene Woodley, mætir á sýninguna og svarar spurningum áhorfenda.