The Fifth Element

The Fifth Element | Le Cinquième Élément

Hið árlega sundlaugabíó fer fram í Sundhöllinni. Á boðstólunum verður „Brús Villis sci-fi költ-klassíkin“ The Fifth Element (1997) eftir Luc Besson. Kvikmyndinni verður varpað upp á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Heilmikið havarí verður í öllum krókum og kimum Sundhallarinnar þar sem andrúmsloftið verður tileinkað þessari sérstöku mynd.