PASSAR OG KLIPPIKORT
Hátíðarpassinn gildir á RIFF sem haldin verður í 22. sinn þann 25. september – 5. október 2025.
Þessi passi gefur eiganda þess aðgang að öllum sýningum að eigin vali! Vinsamlegast athugið að hátíðarpassanum er ekki hægt að deila né nota á sérstaka viðburði nema annað sé tekið fram.
Athugið að allir passar RIFF eru rafrænir og óendurgreiðanlegir. Viku fyrir hátíðina verður RIFF hátíðarpassinn þinn aðgengilegur þér í tölvupósti.
Verðið á einum hátíðarpassa er 25.500 kr.
Vinsamlegast athugið að hægt er að kaupa passa á netinu hvenær sem er, en virkjun þeirra fer aðeins fram á þeim tímum sem miðasalan er opin yfir daginn. Á álagstímum í miðasölunni má búast við töfum á virkjun.




