RIFF Hellabíó


HELLABÍÓ SCREENINGS

RIFF snýst ekki aðeins um að sýna nýjar kvikmyndir heldur einnig um að sýna þær á ferskan og frumlegan hátt. Með þetta í huga höfum við skipulagt einstakan kvikmyndaviðburð sem mun eiga sér stað djúpt í iðrum jarðar. Áhorfendur munu fylgja leiðsögumönnum niður í myrkur Raufarhólshellis þar sem komið hefur verið fyrir sýningartjaldi og upplifa þar sérvaldar kvikmyndir á æsispennandi hátt. Enda veitir algert myrkur bestu mögulegu sýningarskilyrðin. Dagurinn byrjar á fjölskyldusýningu þar sem sýnd verður mynd fyrir alla aldurshópa en síðar meir tekur alvaran við og sýnd verður mynd sem þenur taugarnar. Nauðsynlegt er að klæða sig vel fyrir þessa sýningu.

Cave Cinema | RIFF 2022