RIFF Talks í Norræna húsinu í dag

RIFF SPJALL / RIFF TALKS

 

FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 KL.16:00-19:00

NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE

RIFF TALKS eru erindi frá fólki sem hefur náð árangri í kvikmyndagerð og er tilbúið að deila því með öðrum hvað þarf til þess. RIFF Talks er í anda TED Talks, en einangrað við kvikmyndagerð. Hvert spjall er flutt af sérfræðingum sem eru með yfirsýn yfir málefnið, puttann á púlsinum og átta sig á nýjustu straumum og stefnum í kvikmyndagerð samtímans. Fyrirlestrunum er ætlað að fræða og örva skapandi fólk til athafna og aðgerða, hvetja ráðandi fólk til að hugsa og vonandi virka þeir sem innblástur fyrir fólk í bransanum. Til viðbótar við RIFF TALKS verða opnar umræður.

Fyrirlesarar/ Speakers: Katja Adomeit (framleiðandi / film producer), Zeina Abi Assy (höfundur og listamaður / writer and multi-disciplinary artist), Nanna Kristín Magnúsdóttir (leikkona og kvikmyndagerðarmaður / actress and filmmaker) og Gosetti Giorgio (listrænn stjórnandi/artistic director Venice film festival og/and  dagskrárstjóri/main programmer at RIFF). 

Opnar umræður/Open discussions: Davíð Óskar Ólafsson (leikstjóri og framleiðandi/director and producer), Þórður Pálsson (leikstjóri/director), Gabor Greiner (söluaðili/sales agent) og Jakub Duszynki (einn af forsetum/co-president Europa Distribution).

Takmarkað sætapláss / limited seating – skráning/registration @ riff.is!

Boðið verður uppá léttar veitingar í lok spjallsins fyrir gesti og þátttakendur.