Evrópsku verðlaun ungra áhorfenda

Undirflokkur Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna eru hin evrópsku verðlaun ungra áhorfenda eða EFA Young Audience Awards. Auk dómnefndar horfir hópur evrópskra ungmenna á aldrinum 12-14 ára á þær þrjár myndir sem tilnefndar eru og velja verðlaunamyndina. Í ár voru allar myndirnar sýndar á rafrænu formi og var kvikmyndin My Brother Chases Dinosaurs (Mio Fratello Rincorre I Dinosauri á frummálinu) í leikstjórn Stefano Cipani valin besta myndin.

Gosi

Í þessari leiknu uppfærslu á sígilda ævintýrinu um Gosa er horfið aftur til róta verksins. Geppetto gamli smíðar brúðuna Gosa sem lifnar við en þráir ekkert heitar en að verða …

Gosi Read More »

Ferðin yfir

Foreldrar tveggja barna eru handteknir fyrir að vera í norsku andspyrnuhreyfingunni, rétt fyrir jól árið 1942. Í kjallara heimilisins finna börnin tvo gyðinga á sama aldri og þau.

Úlfgenglar

Á tímum hjátrúar og töfra ferðast ung stúlka ásamt föður sínum til Írlands að útrýma síðasta úlfinum. Á ferðalaginu kynnist hún stúlku sem sýnir henni veröld úlfgenglanna.