Ísland og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í gegnum tíðina
EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, verða veitt hér á landi í desember næstkomandi og mun RIFF eiga hlutdeild að verðlaunahátíðinni. Það má því með sanni segja að RIFF hafi skapað sér sess sem kvikmyndahátíð á heimsmælikvarða. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum Evrópuborgum. Mikill heiður fylgir því að halda hátíðina og er það lyftistöng fyrir íslenska kvikmyndagerð og hátíðir á borð við RIFF.