Miðnæturhryllingur
Hrollvekjur og furðusögur hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem hluti af kvikmyndahátíðum víða um veröld og slíkar kvikmyndir eru hér í sérstöku kastljósi. Áhersla er lögð á verk frá ólíkum heimshornum sem draga fram fjölbreytileika hrollvekjunnar í allri sinni blóðugu dýrð.