Stuttmynda dagar á Loft Hostel

Loft hostel elskar bíómyndir og elskar RIFF. RIFF elskar Loft Hostel. Frá og með 1. október til 4. október verða stuttmyndasýningar á hostelinu. Á þriðjudagskvöldinu 1. október hefst veislan með þessum sýningum:

BREMEN CONNECT

https://www.facebook.com/events/1408941765929052/

Þriðjudagur 1st of October, 20:00 á Loft Hostel

Veriði velkomin á sýningu á þýskum stuttmyndum á sérstöku framlengdu Happy Hour á Loft! Filmbüro Bremen og Filmfest Bremen býður á þessa ókeypis sýningu þar sem einnig verður hægt að kynna sér möguleika á fjármögnun í Bremen. Kvikmyndagerðarmenn og konur ásamt áhugasömum er boðið!

Stuttmyndir í sýningu verða meðal annars Unlike Today(Nicht im Traum) eftir Astrid Menzel, An Order of Appearance eftir Corinna Gerhards and Possession Weeks leikstýrt af Julia Muller.

Short Social

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/372704310349396/

Þriðjudaginn 1st of October, 21:00 á Loft hostel

Stuttmyndagerðarmenn! RIFF býður ykkur í sammenkomst á Loft hostel. RIFF elskar stuttmyndir og stuttmyndagerðarmenn og RIFF vonast til að sú ást sé gagnkvæm. Í framhaldi af því að við sýnum Bremen myndirnar myndum við bjóða ykkur til samræðu um daginn og veginn en aðallega bíómyndir.

Þetta er afslappaður hittingur, þar sem einn gæti farið að tala um fugla en annar um Jim Jarmusch, sá þriðji um morð sem var framið á bíótjaldi fyrr um daginn. Ekkert skipulagt.