Sundbíó – The Host

Hið árlega sundlaugarbíó fer fram í Sundhöllinni í Reykjavík. Á boðstólum verður The Host (Skrímslið, 2006). Hin fræga skrímslamynd suður-kóreska leikstjórans Bong Joon-ho. Kvikmyndinni verður varpað á tjald í gömlu innilauginni, sem verður hituð upp. Heilmikið havarí verður í öllum krókum og kimum Sundhallarinnar þar sem andrúmsloftið verður tileinkað þessari sérstöku mynd. RIFF kann Sundhöllinni bestu þakkir fyrir frábært samstarf.

Kaupið miða hér: https://riff19.eventive.org/schedule/swim-in-cinema-the-host-5d780b6595e4eb002a4cd183